Samtals var farið í 216 utanlandsferðir á vegum forsætisráðuneytisins á árunum 2007 til 2010. Flestar ferðirnar voru farnar árið 2008 þegar 75 einstaklingar fóru utan (meðtalið eru ferðir þeirra sem fóru oftar en einu sinni). Heildarkostnaður ráðuneytisins vegna ferðanna með dagpeningum það ár var 22,3 milljónir króna.

Fjöldi ferða og kostnaður forsætisráðuneytisins, sundurliðað eftir árum.

  • 2007 - 64 ferðir - kostnaður 17,7 milljónir kr.
  • 2008 - 75 ferðir - kostnaður 22,3 milljónir kr.
  • 2009 - 37 ferðir - kostnaður 8,2 milljónir kr.
  • 2010 - 40 ferðir - kostnaður 9,8 milljónir kr.
  • Samtals - 216 ferðir - kostnaður 58 milljónir króna

Jóhanna Sigurðardóttir á Viðskiptaþingi 2011
Jóhanna Sigurðardóttir á Viðskiptaþingi 2011
© BIG (VB MYND/BIG)
Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Vígdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins um hvað starfsmenn ráðuneytisins og embættismenn í undirstofnunum þess oft til útlanda í embættiserindum á árunum 2007–2010?

Séu undirstofnanir teknar með er heildarfjöldinn 231 ferð. Eru þá bara ferðir á vegum umboðsmann barna og ríkislögmanns teknar með. Tekið er sérstaklega fram í svarinu að í samræmi við efni fyrirspurnarinnar sé aðeins gerð grein fyrir ferðum embættismanna í undirstofnunum en ekki almennra starfsmanna.