Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 152 þúsund í ágústmánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða ríflega tvöfalt fleiri en í ágúst 2020.Brottfarir erlendra farþega er þó enn undir fjöldanum í ágúst 2014. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Ferðamálastofu .

Frá áramótum hafa um 336 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er um fjórðungs fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega um 451 þúsund.

Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í ágúst eða tæplega 38%. Þar á eftir fylgdu Frakkar með 5,6%, Pólverjar 4,3%, Breta 3,8% og Ísraelar voru 3,7% af heildarbrottförum.

Brottfarir Íslendinga í ágúst voru um 20 þúsund talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær um 8 þúsund. Brottfarir Íslendinga frá áramótum eru um 84 þúsund eða 27,5% færri en á sama tímabili í fyrra.