Ferðamenn eru stærstu einstöku kaupendur lúxusvara en forstjóri Burberry segir þennan viðskiptavinahóp vera stærri en kínverska markaðinn í heild sinni. Lúxusvöruframleiðendur hafa vaxið undanfarið vegna stóraukinnar eftirspurnar á nýmörkuðum en nú eru ferðamenn frá þessum löndum einnig að skila peningum í kassann.

Kínverjar eyða t.d. sex sinnum meira á ferðalagi en heima fyrir því það þykir fínt að geta sagt frá því hvar vörurnar voru keyptar. Í versluninni Harrods í London eyða Kínverjar mest allra þjóða hjá þeim og er meðaleyðsla þeirra 3.500 pund eða tæplega 700 þúsund krónur í hverri heimsókn. Þetta kemur fram í Financial Times.