Áætluð heildarútgjöld erlendra ferðamanna í fyrra eru tæplega 132,7 milljarðar króna, sem er 13% aukning frá árinu 2010. Kemur þetta fram í samantekt ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum.

Meðalútgjöld hvers ferðamanns dragast hins vegar saman milli ára og hei lda r aukningin því komin til vegna þess að ferðamönnum fjölgaði á tímabilinu. Gert er ráð fyrir því að hver ferðamaður hafi eytt 234.600 krónum árið 2011, en árið 2010 var þessi tala 237.800 krónur. Fjöldi erlendra ferðamanna nam 565.600 í fyrra, en var 488.600 árið 2010.