Skynsamlegra er að erlendir ferðamenn greiði gjald á ferðamannastaði við komuna til landsins en á tilteknum stöðum, að mati Guðbjargar Guðmundsdóttur, þjóðgarðsvarðar við Snæfellsjökul. Hún segir í samtali við Morgunblaðið umræðuna um gjaldtöku snúast um útfærslu en telur það bæði dýrt og flókið að greiða inn á hvert svæði fyrir sig.

Hún bendir á sem dæmi að þjóðgarðurinn við Snæfellsjökuð markist af ströndinni. Á hinn bóginn eru akstursleiðirnar þrjár sem flæki málið.

„Aðalmálið er að fjármunir sem innheimtir verða skili sér út á svæðin þannig að hægt verði að byggja upp og taka sómasamlega á móti fólki án þess að náttúran láti á sjá,“ segir hún.