Það er ekki sjálfgefið að lausnin á því að fólk í sóttkví sé að fara að gosinu sé að reyna að auka eftirlit og banna það,“ skrifar Hjálmar Gíslason, stofnandi sprotafyrirtækisins GRID, í færslu sem birtist á Facebook í gær.

Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hafa lýst yfir áhyggjum af því að erlendir ferðamenn brjóti sóttkví til að fara að gosinu í Geldingadölum. Landamæraverðir og lögregla á Suðurnesjunum hafa tekið hart á slíkum brotum, að því er Þórólfur sagði við fréttastofu RÚV í gær.

Hjálmar telur hins vegar að það gæti verið betri lausn að leyfa ferðir erlendra ferðamanna að gosinu og selja þess í staðin sérstaklega í slíkar ferðir.

„Þátttakendur væru þá í skipulögðum ferðum þar sem sem þeir væru skráðir, dvalið væri á sóttvarnahóteli, ferðast með vel búnum bílum og þjálfuðum leiðsögumönnum, gætt sérstaklega að aðskilnaði við gosstöðvarnar og á leiðinni þangað og með öðrum hætti sköpuð umgjörð sem væri betri fyrir alla hlutaðeigandi og myndi *minnka* en ekki auka hættuna af þessum ferðum,“ segir Hjálmar.

Umdeild skoðun: Það er ekki sjálfgefið að lausnin á því að fólk í sóttkví sé að fara að gosinu sé að reyna að auka...

Posted by Hjalmar Gislason on Monday, 29 March 2021