Ferðamenn sækja sífellt meira í að verja jólunum og áramótum hér á landi, samkvæmt frétt Morgunblaðsins í morgun.

Í viðtali við blaðið segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hótels, að aðsókn erlendra ferðamanna hafi aukist ár frá ári, og mjög vel hafi verið bókað yfir hátíðirnar.

Kristófer segir ekki svo langt síðan mörg hótel hafi lokað yfir jólin, en markvisst átak hafi verið gert í markaðsetningu þessa tímabils, sem nú sé að skila sér. Gott og fjölbreytt framboð afþreyingar segir hann þó mjög mikilvægt. „Það kemur enginn bara til þess að gista á hóteli.“