Útflutningstekjur af ferðaþjónustu voru tæplega þrefalt meiri en ef sjávarafurðum á síðasta ári samkvæmt nýrri greiningu hagdeildar Landsbankans. Þá voru útflutningstekjur ferðaþjónustu nærri helmingi hærri en áls og sjávarafurða samanlagt.

Alls námu útflutningstekjur ferðaþjónustu 504 milljörðum króna en sjávarafurða 183 milljörðum króna og áls 184 milljörðum króna.

Þjónustuútflutningur tvöfaldast frá 2009

Þjónustuútflutningur nam samtals 673 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 27 milljarða króna milli ára, eða um 4,1%. Verðmæti þjónustuútflutnings tvöfaldast milli áranna 2009 og 2017 og fór úr 332 milljörðum króna í 673 milljarða króna, að stærstum hluta vegna vaxtar ferðaþjónustunnar.

Afgangur af þjónustujöfnuði hefur aukist mikið á síðustu árum. Hann nam 94 milljörðum króna árið 2009 en 274 milljörðum króna á síðasta ári.