*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 31. október 2014 15:10

Ferðamennska tekin til fyrirmyndar í sjávarútvegi

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, vill að Inspired by Iceland verði notað sem fyrirmynd í markaðsstarfi á íslenskum fiskafurðum á erlendri grundu.

Þórunn E. Bogadóttir
Birna EInarsdóttir ræddi um markaðssetningu erlendis á fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Haraldur Guðjónsson

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, ræddi um vörumerkið Ísland og stöðu markaðssetningar á íslenskum fiski á fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem nú stendur yfir. "Ég tel að fyrirtæki í sjávarútvegi séu afar góð í því að sinna sölustarfinu. En það er ekki á færi hvers og eins fyrirtækis að byggja upp þetta vörumerki og þessa ímynd. Þarna þarf samstarf," sagði Birna meðal annars.

Hún vill að sjávarútvegurinn taki markaðsstarf í ferðamannaiðnaðium til fyrirmyndar við markaðssetningu á íslenskum sjávarafurðum erlendis. Hún tók átakið Inspired by Iceland sem dæmi um það hvernig hægt væri að halda úti sameiginlegu markaðsstarfi en hafa sölustarfið svo hjá hverju og einu fyrirtæki. 

Birna sagði samstarf nauðsynlegt til betri markaðssetningar. "Við erum með bestu orkuna, besta sjávarútveginn og besta staðinn fyrir ferðamenn," sagði Birna að væru skilaboðin sem hún vildi sjá yfirvöld og alla þá sem standi að markaðssetningu Íslands senda út.