Gert er ráð fyrir því að ríflega 6,8 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll á þessu ári. Það er tæplega 2 milljónum meira en fóru um flugvöllinn í fyrra. Aukningin milli ára nemur 40,3%. Þetta kom fram á fundi sem Isavia hélt í gær. Isavia er opinbert hlutafélag, sem sér um rekstur Keflavíkurflugvallar.

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og spá fyrir nóvember og desember er gert ráð fyrir því að 524 þúsund Íslendingar fari í gegnum Keflavíkurflugvöll á þessu ári. Þar með er ljóst að aldrei áður hafa fleiri Íslendingar lagt land undir fót. Gamla metið var sett árið 2007 þegar 470 þúsund Íslendingar fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll á leið sinni til útlanda. Samkvæmt spá er Isavia er gert ráð fyrir því að nýja metið verði slegið á næsta ári og að þá fari alls 563 þúsund Íslendingar í gegnum flugstöðina.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .