*

sunnudagur, 26. september 2021
Innlent 26. maí 2021 10:49

Ferðamönnum fjölgaði hratt í maí

Mikill áhugi er á landinu frá bandarískum og breskum ferðamönnum. Neysla hvers ferðamanns hefur stóraukist frá því 2019.

Snær Snæbjörnsson
Ferðamönnum fjölgaði umtalsvert í mánuðinum.
Haraldur Guðjónsson

Bæði Ferðamönnum og flugferðum til landsins fjölgaði hratt í þessum mánuði. Vísbendingar eru um að fjölgunin muni áfram verða mikil ef litið er til flugframboðs og áætlunum um nýtingu hótela. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Í mánuðinum hefur flug til Keflavíkur aukist mikið og þá hefur fjölgað í þeim hópi félaga sem fljúga hingað til lands. Á Þetta sérstaklega við um ferðamenn frá Bandaríkjunum, en flogið er daglega þaðan frá nokkrum áfangastöðum. Þá er einnig mikill áhugi frá breskum ferðamönnum um ferðir til landsins en þann 17. maí síðastliðinn var Bretum leyft að fljúga nærri hindranalaust til tólf landa og er Ísland eitt þeirra landa.

Sjá einnig: Bókanir til Íslands tekið stökk

Þá hefur erlend kortavelta hér á landi aukist töluvert síðan í mars. Þó að hún sé ekki nema 30% af því sem hún var á sama tímabili árið 2019 eru komufarþegar aðeins 9% af þeim fjölda sem heimsótti landið það ár. Því virðast ferðamenn sem að heimsækja landið vera að stórauka neyslu sína. 

Gert er að ráð fyrir að á bilinu 660.000 til 800.000 ferðamenn heimsæki landið á þessu ári. 

Ferðamönnum hingað til lands fjölgaði hratt í mánuðinum samkvæmt gögnum ráðuneytisins. 

Stikkorð: Ferðamenn