Greiningardeild Arion banka stóð fyrir morgunfundi síðasta fimmtudag þar sem helstu niðurstöður ferðaþjónustuskýrslu deildarinnar voru kynntar. Skýrslan ber heitið „Flýtum okkur hægt, en gerum það í snatri“.

Greiningardeildin segir að heildstæða nálgun þurfi til að taka á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem sækir landið heim þannig að vel takist til. Fjölgunin sé aftur á móti staðreynd og því megum við engan tíma missa. Á fundinum var farið yfir þróun undanfarinna ára og ný spá um fjölgun ferðamanna var birt, sem sjá má á grafi hér að neðan.

Þá var fjallað um horfur á hótelmarkaði, framboðsaukningu í miðbænum og hvernig eftirspurn gæti þróast miðað við spá deildarinnar um komur ferðamanna á næstu árum.

Spá greiningardeildar Arion banka um fjölgun ferðamanna.
Spá greiningardeildar Arion banka um fjölgun ferðamanna.