Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi á síðustu fimm árum, eins og þekkt er. En ferðamönnum hefur fjölgað víðar. Í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu fjölgaði ferðamönnum um sex prósent í fyrra.

Reyndar fjölgaði ferðamönnum um allan heim í fyrra og voru ferðamenn samtals 1,1 milljarður manna. Mest var ferðast til Evrópu í ár eins og fyrri ár, samkvæmt UNWTO, ferðamálasamtökum Sameinuðu þjóðanna.

Í nýrri skýrslu UNWTO kemur fram að búist er við því að ferðamönnum muni áfram fjölga. Í ár muni þeim fjölga um 4-4,5%.

Í skýrslunni kemur líka fram að Kínverjar eyða mestu fé í sínar utanlandsreisur.

Á danska vefnum epn.dk má lesa meira um málið.