Á síðustu tólf mánuðum hefur erlendum ferðamönnum á Íslandi fjölgað um 2,2% frá sama tímabili árið áður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirtum tölum frá Ferðamálastofu.

Dvalarlengd ferðamanna hér á landi styttist hins vegar á sama tímabili um 4,5%. Að jafnaði eyddu ferðamenn 6,3 gistinóttum hér á landi frá maí 2018 til apríl 2019. En það eru Frakkar sem dvelja lengst á Íslandi.

Bandaríkjamenn eyða mestu í dvöl sinni hér á landi. Heildarútgjöld bandarískra ferðamanna árið 2018 voru 144.477 milljónir króna, eða 32% af öllum útgjöldum ferðamanna hér.