Ferðamenn sem koma til landsins utan Keflavikurflugvallar fækkaði milli ára. Á sama tíma fjölgaði ferðamönnum verulega sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Alls komu um það bil 1.289.000 ferðamenn til landsins á árinu 2015, en það er 29,2% fjölgun milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Ferðamálastofu .

Ferðamönnum sem komu til landsins á Seyðisfirði fjölgaði um 2,3%, eða 425 manns, og þeim fækkaði um 15,6%, eða 1.598 manns, á öðrum flugvöllum en Keflavíkurflugvelli.

Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum en 100.141 farþegar komu til Reykjavíkur með 108 skipum árið 2015, 4,5% færri en á árinu 2014 þegar þeir voru 104.816 þúsund talsins. Um 96% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík.