Ferðaskrifstofa Íslands sem rekur ferðaskrifstofurnar Sumarferðir, Úrval útsýn og Plúsferðir tapaði 64 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 186 milljóna króna hagnað árið á undan. Þá námu tekjur af ferðaþjónustu 3,4 milljörðum króna árið 2019 samanborið við 3 milljarða króna 2018.

Laun og launatengd gjöld voru 284 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 244 milljónir króna árið á undan. Eigandi Ferðaskrifstofu Íslands er Pálmi Harðarson en Þórunn Reynisdóttir er framkvæmdastjóri.