*

fimmtudagur, 28. maí 2020
Innlent 23. september 2011 15:20

Ferðaskrifstofan VITA verður sjálfstætt dótturfélag

Icelandair Group hefur ákveðið að flytja starfsemi VITA yfir í sjálfstætt dótturfélag.

Ritstjórn
VITA hefur flutt höfuðstöðvar í ný húsakynni að Suðurlandsbraut.

Frá og með næstu áramótum verður Ferðaskrifstofan VITA sjálfstætt dótturfélag Icelandair Group. Vita hóf starfsemi árið 2008 sem vörumerki undir Iceland Travel og sérhæfir sig í sölu á frí- og skemmtiferðum auk viðskiptaferða. Áætlað er að félagið þjónusti yfir 20.000 farðþega á árinu 2011.

Við breytinguna fjölgar dótturfélögum Icelandair Group úr átta í níu. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group segir í tilkynningu að með þessari breytingu verði VITA betur í stakk búið til þess að vaxa enn frekar og áherslur stjórnenda og starfsfólks verði skýrari og markvissari. Með breytingunni opnist einnig tækifæri fyrir önnur fyrirtæki innan Icelandair Group til frekari vaxtar ásamt möguleikum á auknum samlegðaráhrifum.

Helgi Eysteinsson sem hefur verið framkvæmdastjóri Iceland Travel og VITA , verður framkvæmdastjóri nýs félags og Hörður Gunnarsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra Iceland Travel.

Stikkorð: Icelandic Group VITA