Það virðast flestir vegir færir leikaranum og kvikmyndaframleiðandanum Baltasari Kormáki. Hinn 46 ára spænskættaði leikstjóri útskrifaðist úr leiklistarnámi árið 1990 og eftir sjö ár í starfi hjá Þjóðleikhúsinu fór hann framleiða sjálfur kvikmyndir.

Kvikmyndin hans 101 Reykjavik fór ekki framhjá mörgum árið 2000 en fljótt upp úr því stofnaði hann framleiðslufyrirtækið Blueeyes Productions / Sögn ehf með eiginkonu sinni Lilju Pálmadóttur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og fyrr á þessu ári frumsýndi Baltasar kvikmynd sína Contraband sem halaði inn 100 milljónum dala í tekjur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan