Sprotafyrirtækið Radiant Games gaf á dögunum út þrautaleikinn Box Island í íslenskri útgáfu, en tilgangur leiksins er að kynna börn fyrir grunngildum forritunar og efla rökfræðilegan hugsunarhátt þeirra. Reynt er að blanda saman skemmtilegu ævintýri og rökfræði, en aðalsöguhetjan Hiro lendir í alls konar uppákomum þar sem hann reynir að bjarga vini sínum á eyjunni Box Island eftir að loftbelgur félaganna brotlenti þar.

Stofnendur fyrirtækisins eru Guðmundur Valur Viðarsson, Haukur Steinn Logason, Vignir Örn Guðmundsson og Þorgeir Auðunn Karlsson, en Radiant Games var stofnað í maí 2014 og hófst vinna við leikinn um það leyti. „Þrír okkar koma úr tölvunarfræðideildinni við HR þannig að meirihlutinn hefur farið í gegnum það að skilja vandamálið sem fyrirtæki eru að kljást við, sem er að fólk fær kynningu á forritun allt of seint á lífsleiðinni,“ segir Vignir Örn, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .