Pink Iceland hlaut í dag nýsköpunarverðlaun Samtaka Ferðaþjónustunnar en fyrirtækið býður upp á ferðir fyrir þá sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir og transgender. Afhendingin fór fram á Grand Hótel við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði áherslu á það í ræðu sinni að nýsköpun væri nauðsynleg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ólafur sagði að ferðaþjónustan snérist ekki eingöngu um fallega landið okkar heldur líka um fólkið og samkipti þess. Hann sagði þessi verðlaun væru merki um þá þróun.