Gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustu hefur framar öðru drifið áfram hagvöxt íslenska hagkerfisins. Stærð og mikilvægi ferðaþjónustunnar er þó mjög misjöfn eftir landshlutum og af sama skapi eru áhrif hins mikla vaxtar í greininni mjög mismunandi. Höfuðborgin hefur framar öðrum notið ávaxta mikillar uppbyggingar í ferðaþjónustu en þar hefur mikill vöxtur verið í allri þjónustu tengdri  ferðamönnum eins og verslun, hótelum, veitingahúsum, samgöngum og fjarskiptum. Í skýrslunni segir að allan hagvöxt á höfuðborgarsvæðinu frá 2008 til 2016 megi skýra með vexti í ferðaþjónustugreinum.

Utan höfuðborgarinnar eru Suðurnes og Suðurland þeir landshlutar sem helst hafa eflst við vöxt ferðageirans og skera sig því mjög frá öðrum dreifðari byggðum landsins. Mestur hagvöxtur á landinu á tímabilinu var einmitt í þessum landshlutum eða 17% á Suðurnesjum og 18% á Suðurlandi, sem er umtalsvert hærra en 10% landsmeðaltal á tímabilinu. Á Suðurnesjum munar mestu um útþenslu Keflavíkurflugvallar en Suðurland nýtur þess að þar leggja flestir ferðamenn land undir fót.

Norðurland eystra er sá landshluti sem á eftir notið hefur mesta vaxtar á eftir höfuðborginni, Suðurnesjum og Suðurlandi eða sem nemur 15% á tímabilinu. Mikil iðnaðar- og innviðauppbygging í tengslum við Kísilverið á Bakka á hér hlut í máli, en annars segir í skýrslunni að mikill vöxtur á Norðurlandi eystra sé í reynd bundin við Akureyri. „Fólk flytur þangað úr strjálbýli og minni bæjum í öllum landshlutum, af því að það tekur Akureyri fram yfir höfuðborgarsvæðið.“

tímabilinu voru Vesturland (4%), Vestfirðir (1%) og Austurland, sem var eini landshlutinn þar sem framleiðsla dróst saman á tímabilinu (-1%). Þessir landshlutar hafa samhliða orðið verst fyrir barðinu á fólksflutningum í borgina en á árunum 2015, 2016 og 2017 fluttust árlega að jafnaði samtals 2-3 hundruð fleiri frá þessum landshlutum í Höfuðborgina en í hina áttina. Þetta eru fámennir landshlutar og slík fólksfækkun því mikið skarð fyrir skildi. Í skýrslunni er þó tekið fram að á seinni árum hafi hægt á straumnum suður og hann sé ekki nærri eins og sterkur og á árunum fyrir hrun.

Í ljósi áratuga samfelldrar fólksfækkunar í þessum landshlutum mætti kalla það viðunandi niðurstöðu að hægt hafi fólksfækkuninni og þeir haldi enn í við aðra landshluta. Hlutdeild og mikilvægi sjávarútvegs er t.a.m. meiri á Austurlandi og Vestfjörðum en annars staðar og styrking krónunnar vegna ferðamannastraumsins fyrir sunnan því ekki verið þessum landhlutum til hagsbóta. Engu að síður hefur sjávarútvegurinn á báðum landshlutum haldið sínum hlut og frekar styrkst heldur en hitt. Þá sjá skýrsluhöfundar einnig jákvæð teikn á þessum svæðum um meiri vöxt á komandi tímum.

Nánar er fjallað um málið í Viðksiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér