Ferðaþjónusta og samgöngur eru í mikilli sókn og eru nú orðin stærsta starfgrein íbúa Reykjanesbæjar. Þetta sýna niðurstöður nýrrar MMR könnunar sem unnin var fyrir Atvinnu- og hafnasvið bæjarins. Könnunin er unnin í samræmi við aðferðarfræði MMR.

Alls  eru 19,6% starfandi íbúa Reykjanesbæjar við ferðaþjónustu og samgöngur. „Þetta er talsvert hröð þróun frá því vor en þá voru tæplega 17% starfandi íbúa við þessa grein,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri. „Það á þó ekki að koma á óvart því fjölgun í ferðaþjónustu hefur verið mikil á þessu sumri og vonandi að störfin haldist lengur út árið en verið hefur undanfarin ár.  Næst stærsta atvinnugreinin tengist fræðslu, þjálfun og menningarstarfsemi með um 14,9% starfandi íbúa.

Vöxtur ferðaþjónustu hefur verið gríðarlega mikill á öllu landinu síðustu ár. Búist er við því að sá vöxtur haldi áfram.