*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 15. desember 2016 09:07

Ferðaþjónustan býst við versnandi afkomu

Ný könnun Samtaka ferðaþjónustunnar sýnir að þriðjungur fyrirtækja búast við slakri afkomu í ár sem er mikil aukning milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Tæplega þriðjungur fyrirtækja í ferðaþjónustu bást við slakri afkomu í ár, það er með EBITDA hlutfall sem verði undir 5%.

Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri könnun sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hefur gert meðal félagsmanna sinna sem Morgunblaðið fjallar um.

Hlutfall fyrirtækja sem búast við því að tekjur sínar í ár fyrir vaxtagreiðslur og -tekjur, skatta og afskriftir verði undir 5% er 29% en einungis 14% fyrirtækja sýndu svo slaka afkomu í fyrra.

Sama könnun sýnir að þau fyrirtæki sem gera ráð fyrir að skila engum hagnaði eða tapi hefur fjölgað umtalsvert milli ára. Fyrir ári síðan var hlutfall þeirra 17% en nú er það komið upp í um fjórðung svarenda.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is