Vorráðstefna Landsbankans um stöðu og framtíðarhorfur í ferðaþjónustu var haldin í Hörpu í morgun en þar kom meðal annars fram að ferðaþjónusta virðist hafa farið fram úr sjávarútvegi og áliðnaði sem helsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Gústaf Steingrímsson hjá hagfræðideild Landsbankans kynnti skýrsluna en hún gerir ráð fyrir enn meiri vexti í ferðaþjónustunni til framtíðar.

Sérstök áhersla á ráðstefnunni var lögð á langtímahorfur í ferðaþjónustunni en að sögn Gústafs er ekki hægt að treysta á vöxt hans og velgengni til langs tíma. Til þess þarf að styðja enn frekar við geirann og þá þurfi aukinn stuðning frá ríkinu.

VB Sjónvarp ræddi við Gústaf.