*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 2. júlí 2018 12:05

Ferðaþjónustan nýtir sér starfsmannaleigur

Gylfi Magnússon, dósent við HÍ, segir að starfsmannaleigur séu að verða nýttar af fleiri geirum en byggingariðnaðinum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og meðhöfundur greinar sem birtist í tímaritinu Stjórmál og stjórnsýsla, segir að starfsmannaleigur séu að verða nýttar víðar en í byggingariðaðnum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Hann segir að geirar eins og ferðaþjónustan séu að nýta sér starfsmannaleigur í meiri mæli.

Í greinni segir að það sé mikið áhyggjuefni að kjör erlendra verkamanna séu almennt séð lakari heldur en innlendra starfsbræðra- og systra þeirra. Mikil hætta sé á því að þessi hópur verði jaðarsettur á vinnumarkaði og þekki ekki sín réttindi. 

Þá séu starfsmannaleigur að valda því að íslenskur vinnumarkaður sé að verða tvískiptur. Á síðasta ári störfuðu um 3.200 manns hér á landi á vegum erlendra starfsmannaleiga. 

Gylfi tekur þó fram að starfsmannaleigur séu út af fyrir sig alls ekki óæskilegar og afar jákvætt sé að íslenskur vinnumarkaður sé opinn fyriri því að fólk frá EES svæðinu geti starfað hér á landi. Hann segir að ekki sé hægt að treysta á hinn frjálsa markað til að rétta hlut þessa fólks. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is