*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 29. apríl 2018 13:23

Ferðaþjónustan undir smásjá skattsins

Eftirlit með ferðaþjónustunni getur reynst erfitt fyrir skattayfirvöld þar sem starfsemin teygir anga sína oft út fyrir Íslands.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Skattayfirvöld fylgjast grannt með ferðaþjónustunni. Meirihluti þeirra 35 starfsmanna sem starfa eftirlitssviði Ríkisskattstjóra skoða mál tengd ferðaþjónustunni með einum eða öðrum hætti að sögn Guðrúnar Jennýjar Jónsdóttur, sviðsstjóri eftirlits hjá Ríkisskattstjóra að því er RÚV greinir frá.

Guðrún Jenný segir málin oft vera nokkuð snúin þar sem þau teygi anga sína út fyrir landsteinina. Þar hafi þau verið í samstarfi við erlend skattayfirvöld.

Um 4,7 milljörðum króna munar á gögnum Hagstofu Íslands og gögnum á mælaborði ferðaþjónustunnar um veltu Airbnb hér á landi á síðasta ári. „Við erum búin að vera með margvíslegt eftirlit með ferðaþjónustuaðilum, ekki bara Airbnb-aðilum,” segir Guðrún Jenný og nefnir þar rútuferðir, kynnisferðir, veitingastaði, gistingu og aðila sem bjóði upp á ýmsa afreyingu fyrir ferðamenn. 

Skattaeftirlit geti verið erfitt vegna þess hve mikið af viðskiptum fari fram með reiðufé. Þá sé auðveldara að koma tekjum undan skattlagningu en í mörgum öðrum geirum vegna þess að hve miklu leyti viðskipti eigi sér stað utan Íslands, til dæmis í gegnum erlendar bókunarsíður.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is