Ferdinand Alexander Porsche, hönnuður 911, lést í gær 76 ára að aldri. Hann var barnabarn Ferdinand Porsche sem stofnaði bílaframleiðandann og hannaði Volkswagen Bjölluna og Mercedes Benz SSK.

Porsche 911 var kynntur árið 1963 og þótti mjög framúrstefnulegur á þeim tíma. Hefur sportbíllinn notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi en sjöunda kynslóð bílsins var kynnt í Frankfurt í fyrra.

F. A. Porsche hannaði einnig 904 tegundina og sagði að það hafi verið uppáhalds verk sitt fyrir fyrirtækið

Porsche 904.
Porsche 904.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
.