*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 26. mars 2018 13:21

Ferðirnar kostuðu borgina 10 milljónir

Á síðasta ári ferðuðust borgarfulltrúar Reykjavíkur fyrir 4,6 milljónir. Næturlöng námsferð til Akureyrar kostaði hálfa milljón.

Ritstjórn
S. Björn Blöndal stendur fyrir miðri mynd.
Haraldur Guðjónsson

Ferðakostnaður borgarfulltrúa Reykjavíkur nam samtals 4,6 milljónum króna á síðasta ári að því er Fréttablaðið greinir frá. Alls nam ferðakostnaðurinn 10 milljónum árið 2017 þegar með eru taldar ferðir embættismanna í miðlægri stjórnsýslu borgarinnar.

Kostaði til dæmis námsferð yfirstjórnar borgarinnar til Akureyrar 4. maí á síðasta ári 416.895 krónur, en komið var heim strax daginn eftir.

Meðal ferða borgarfulltrúa má nefna að skoðunarferð S. Björns Blöndal fráfarandi borgarfulltrúa Bjartrar framtíðar til Bristol og Cardiff í kvikmyndaver kostaði borgina á bilinu 113 til 123 þúsund krónur í heildina.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is