*

miðvikudagur, 21. ágúst 2019
Innlent 14. mars 2019 13:52

Ferðmönnum fækkaði um 8% í febrúar

Brottförum erlendra ríkisborgara búsettum á landinu fjölgaði um meira en helming í janúar meðan ferðum fækkaði.

Ritstjórn
Ferðamenn í brottfararsal Keflavíkurflugvallar.
Haraldur Guðjónsson

Í febrúar komu ríflega 132 þúsund ferðamenn til landsins sem er fækkun um 8% samanborið við febrúar 2018, þegar þeir voru rétt tæplega 143 þúsund. Á sama tíma fækkaði farþegum í gegnum Keflavíkurflugvöll, á leið úr landi, úr 200,3 þúsund í 189,6 þúsund, en þar af fjölgaði farþegum með íslenskt ríkisfang um 1%, eða úr 40,2 þúsundum í tæplega 40,6 þúsund.

Hagstofa Íslands greinir frá þessu upp úr nýrri samantekt á tölum yfir fjölda erlendra ferðamanna sem taldir eru í gegnum öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Má lesa út úr tölunum um að meðal farþega á leið úr landi hafi farþegum með erlent ríkisfang, sem eru umfram áætlaða ferðamenn, hafi fjölgað úr 11.074 í 16.887 á milli febrúar 2018 og 2019.eða um 52,5%.

Talið er að sú fækkun sem hefur verið á erlendum farþegum í gegnum Keflavíkurflugvöll á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs megi eingöngu rekja til fækkunar ferðamanna að því er segir í umfjöllun Hagstofunnar.

Jafnframt er reiknað er með að sjálftengifarþegum og dagsferðamönnum hafi fækkað í sama hlutfalli og ferðamönnum en hins vegar hafi ferðum erlendra ríkisborgara búsettum á Íslandi til lengri eða skemmri tíma fjölgað samanborið við fyrra ár.

Þegar horft er til janúarmánaðar sést að heildarfjöldi flughreyfinga, þá bæði komur og brottfarir á keflavíkurflugvelli fækkaði um 4%, úr 6.284 í 6.011, meðan heildarfarþegahreyfingarnar, sem telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru þá tvítaldir, hafi fækkað um 6%, eða úr 569,3 þúsund í 535,2 þúsund.

Fækkaði gistinætum alls um 5% í janúar, úr 597 þúsund í 565 þúsund, meðan fjölgun var um 4% á tólf mánaða tímabili frá febrúar 2018 til janúar í ár, eða úr tæplega 10.966.524 í 11.375.128 gistinætur.