Tæplega 246 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í ágústmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru 6,2% færri farþegar en í ágúst 2008.

Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu.

Frá áramótum hafa rúmlega 1,2 milljónir farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir tæplega 1,5 milljónir á sama tímabili í fyrra, sem er 19,4% fækkun. Þannig er fækkunin í ágúst mun  minni en verið hefur aðra mánuði ársins.

Þá segir Ferðamálaráð að gera megi ráð fyrir því að samdráttur í ferðum Íslendinga vegi hlutfallslega hærra í þessum tölum en nemur fækkun í heimsóknum erlendra gesta.

Sjá nánar á vef Ferðamálastofu.