Jón Gnarr tilkynnti í dag að hann myndi ekki bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningum á næsta ári. Hann á því örfáa mánuði eftir á borgarstjórastóli.

Jón upplýsti um það í útvarpsþættinum Tvíhöfða á Rás 2 í morgun að hugmyndin að stofnun Besta flokksins hefði kviknað um áramótin 2009 og 2010. Fljótlega eftir að áformin voru kynnt fór framboð Jóns að mælast með töluvert fylgi sem jókst síðan stöðugt fram að kosningum.

Í kosningunum 2010 fékk Besti flokkurinn sex menn kjörna og var flokkurinn í lykilstöðu. Þótt Jón hefði á árum áður verið skráður bæði í Sjálfstæðisflokkinn og Frjálshyggjufélagið ákvað hann og félagar hans í Besta flokknum að semja við Samfylkinguna um myndun meirihluta. Jón varð borgarstjóri og Dagur varð formaður borgarráðs.

Eitt helsta verkefni þess meirihluta hefur vafalítið verið að koma rekstri Orkuveitu Reykjavíkur í horf. Nýr formaður stjórnar, Haraldur Flosi Tryggvason, var skipaður. Í framhaldi lét Hjörleifur Kvaran af starfi forstjóra og Bjarni Bjarnason tók við.

Þó hafa ekki allar ákvarðanir meirihlutans verið vinsælar. Áform um sameiningar skóla, sem kynnt voru snemma á kjörtímabilinu, mæltust illa fyrir.

Engu að síður hefur meirihlutasamstarfið gengið stóráfallalaust fyrir sig, einkum í samanburði við fyrra kjörtímabil, þar sem þrír meirihlutar voru myndaðir á einu og sama kjörtímabilinu.

Hér að neðan má sjá svipmyndir af borgarstjórnarferli Jóns Gnarr.

Jón Gnarr verður borgarstjóri
Jón Gnarr verður borgarstjóri
© BIG (VB MYND/BIG)

Jón Gnarr verður borgarstjóri
Jón Gnarr verður borgarstjóri
© BIG (VB MYND/BIG)

Setning Athafnaviku
Setning Athafnaviku
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Gay Pride í Reykjavík 2011
Gay Pride í Reykjavík 2011
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr.
Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ársfundur Orkuveitu Reykjavík
Ársfundur Orkuveitu Reykjavík
© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )