„Ég var að leita að fyrirtæki sem kynni að meta hugsun sem næði út fyrir kassann,“ segir Bandaríkjamaðurinn Nick Begley um ferilskrá sína.

Eftir útskrift úr MBA námi fór Nick að leita sér að vinnu. Hann vissi að samkeppnin var hörð á vinnumarkaðnum svo hann ákvað að útbúa óhefðbundna ferilskrá.

Nick breytti ferilskránni í nammibréf utan um súkkulaðistykki og sendi fyrirtækjum. Í stað innihaldslýsingar á súkkulaðinu sjálfu taldi hann upp kosti sína og gaf sjálfum sér 100% í einkunn að sjálfsögðu.

Nick fékk síðan starf innan þriggja mánaða hjá fyrirtækinu LeagueApps.