Kensington og Chelsea hverfið í London er með lang hæsta fermetraverð í Bretlandi en þar kostar einn fermeter af fasteign að meðaltali 11.000 pund eða um 2,1 milljón íslenskra króna. Þetta er eitt eftirsóttasta hverfi London er þar má meðal annars finna Notting Hill.

Þetta verð er þrettán sinnum hærra en fermeter í ódýrasta svæði Bretlands Stanley í County Durham þar sem fermeterinn kostar 818 pund eða um 160 þúsund íslenskar krónur.

Til samanburðar við þessar tölur mældist meðal fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu árið 2013 280 til 300 þúsund krónur.

Skýrsla eftir Halifax greindi frá þessu en í henni kom einnig fram að 20 dýrustu fasteignasvæði Bretlands væru öll í hverfum London. Auk þess eru 48 dýrustu svæðin öll í London eða suð-austur Englandi.

Fasteignaverð er góð ábending um fjárhagsstöðu svæða og því er augljóst að ríkustu Bretarnir búa í London eða suð-austur Englandi.