Þegar hafa átta íbúðir í nýju 38 íbúða lúxusfjölbýlishúsi við Tryggvagötu verið teknar frá en íbúðirnar fóru í sölu um helgina. Þetta segir Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt hjá arkitektarstofunni Húsi og skipulagi í Morgunblaðinu en húsið stendur við Tryggvagötu nr. 13, við hlið Borgarbókasafnsins.

Um er að ræða sex hæða byggingu, en á neðstu hæð er gert ráð fyrir verslunum og þjónustu en íbúðum frá 2. upp í 6. hæð. Íbúðirnar eru frá 55 til 166 fermetrar að stærð, en sjötta hæðin, sem er inndregin, rýmir einungis fjórar íbúðir.

Lóðin keypt á 360 milljónir króna

Í gær voru 20 íbúðir í húsinu til sölu á fasteignavefjum dagblaðanna, og voru þær að meðaltali 95 fermetrar að stærð og boðnar á að meðaltali 75 milljónir króna. Það gerir að meðalverðið á hvern fermetra nam 786 þúsund krónur.

Ef frádregnar frá meðalverðinu eru þrjár stærstu íbúðirnar, sem eru á 140 til 143 milljónir króna, er meðalverð hinna 17 íbúðanna komnar niður í 63,3 milljónir og meðalstærðin 82,5 milljónir, og þá meðalverðið komið niður í 774 þúsund krónur.

Lóðin var keypt árið 2014 á 360 milljónir króna, en fjölskylda Hildigunnar og þrjár aðrar fjölskyldur keyptu lóðina saman með það í huga að búa í húsinu. Fráteknu íbúðirnar eru á 4., 5., og 6. hæði hússins, en stefnt er að því hægt verði að flytja inn í íbúðirnar í Febrúar.