Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði skemmtilega frétt af fermingjagjöf sem Ólafur Hrafnsson á að hafa fengið árið 1983. Gjöfin fannst fyrir nokkrum dögum og var auglýst eftir Ólafi á Facebook.

Í frétt Ríkisútvarpsins segir að samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar sé núvirði fermingargjafarinnar 4.482 krónur, hafi Ólafur fermst í apríl 1983.

Þó útreikningurinn sé réttur er virði gjafarinnar ekki tæpar 4.500. Gjöfin var í 10 kr., 50 kr. og 100 kr. seðlum. Árið 1984 hætti Seðlabanki Íslands að setja 10 króna seðla í um­ferð, 1987 hætti hann svo að setja 50 króna seðla í umferð og 1995 var hætt að setja 100 króna seðla í um­ferð. Í staðinn fyr­ir þessa seðla var sleg­in mynt með sömu verðgild­um.

Samkvæmt reglugerð nr. 1125/2005 voru þessir þrír seðlar innkallaðir og frestur til að skipta þeim í bönkum rann út 1. júní 2007.

Eftir þann dag urðu þeir verðlausir. Því er verðgildi fermingagjafarinnar 0 kr, nema seðlarnir hafi eitthvert söfnunargildi sem er ólíklegt enda mikið magn af seðlum enn í eigu fólks.