Ferrari var skráð á markað 21. október í fyrra. Útboðsgengið var 52 dalir á hlut og aðeins voru boðnir 9% hlutfjár í félaginu.

Á fyrsta viðskiptadegi hækkaði gengið í 55 dali á hlut, en fór hæst í 61 dal innan dags. Síðan þá hefur gengið lækkað nær viðstöðulaust.

Lækkunin frá útboðsgenginu er 35% en gengið stendur nú í 34 dölum á hlut.

Ef fjárfestir hefur keypt í hæsta gildi, á útboðsdeginum, og selt í lægsta gildi, sem var á fimmtudag, hefur hann tapað 47,5% af fjárfestingu sinni.