Bílaframleiðandinn Fiat Chrysler ætlar að flytja Ferrari vörumerkið í sérstakt félag og selja tíu prósent af hlutabréfunum í því félagi á hlutabréfamarkaði. Hinum 90% hlutabréfanna verður dreift til hluthafa í Fiat Chrysler.

Bílaframleiðandinn ætlar að skrá Ferrari á markað í Bandaríkjunum á næsta ári og mögulega einhvers staðar í Evrópu líka. Samkvæmt tilkynningu frá Fiat Chrysler eru þessi áform hluti af fimm ára áætlun um að fimmfalda tekjur fyrirtækisins fyrir árið 2018.

Búist hefur verið við því að Ferrari yrði slitið frá hinum merkjunum undir Fiat Chrysler með þessum hætti, en önnur lúxusvörumerki eins og Alfa Romeo og Maserati verða áfram hluti af Fiat Chrysler.