Ítalski lúxusbílaframleiðandinn Ferrari hefur stefnir að skráningu á markað í New York í Bandaríkjunum. Bloomberg greinir frá þessu.

Þar kemur fram að fyrirtækið stefni á hlutafjárútboð á næstunni, en hins vegar hefur ekki verið upplýst hve stóran hlut fyrirtækið hyggst bjóða út eða væntanlegt verð á hlut. Fyrirtækið hefur sett sér það markmið að safna að minnsta kosti 100 milljónum dala.

Ferrari er í eigu Fiat Chrysler Automobiles og verður aðskilið frá fyrirtækinu við skráninguna og hljóta nafnið Ferrari NV. Stefnt er að því að ljúka skráningunni á vormánuðum 2016.