Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð hefur lagt fram fjórar tillögur til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ósk um að stjórnvöld beiti sér fyrir aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Þær tillögur sem Festa beinir til stjórnvalda eru:

  1. Að yfirvöld hafi skýra framtíðarsýn um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi. Með því geti fyrirtæki öðlast skýr viðmið um hvernig þau geti stundað ábyrgan rekstur.
  2. Rekstrarumhverfi fyrirtækja hvetji til samfélagsábyrgðar, t.d. með að veita fjárhagslega hvata til að sýna ábyrgð frekar en að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og samfélagið.
  3. Að upplýsingagjöf fyrirtækja um samfélagslega ábyrgð verði samræmd við Evrópu og á Norðurlöndin.
  4. Samstarf um fræðslu til fyrirtækja um samfélagslega ábyrgð, en Festa mælir með því að byrja á ferðaþjónustunni og óskar eftir sameiginlegur kynningarátaki iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og Festu.

Festa bendir á að samfélagsleg ábyrgð skilar rekstraraðilum aukinni hagkvæmni til lengri tíma og hefur gagnkvæman ávinning fyrir fyrirtæki og samfélag.