*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Innlent 21. mars 2019 07:31

Festi kaupir í Íslenskri orkumiðlun

Koma inn í hluthafahóp með Bjarna Ármannssyni, Ísfélagi Vestmannaeyja og Kaupfélagi Skagfirðinga.

Ritstjórn
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi, sem hefur keypt 15% í Íslenskri orkumiðlun.
Aðsend mynd

Festi hf. hefur keypt 15% hlut í Íslenskri orkumiðlun, félagi sem starfar á sviði raforkusölu til fyrirtækja og einstaklinga.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi, segir að með kaupunum geti Festi lækkað rafmagnskostnað sinn umtalsvert sem og boðið viðskiptavinum sínum rafmagn á lægra verði en áður hefur þekkst.

Auk Festi eiga Sjávarsýn, félag Bjarna Ármannssonar, Ísfélag Vestmannaeyja, Kaupfélag Skagfirðinga og Betelgás, hlut í Íslenskri orkumiðlun. Síðastnefnda félagið er í eigu Magnúsar Júlíussonar, sem er framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar.