*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 16. október 2014 15:06

Festi semur við Nýherja

Festi hefur valið að hýsa miðlæg upplýsingatæknikerfi sín hjá Nýherja.

Ritstjórn
Jón Björnsson, forstjóri Festar, ásamt Finni Oddssyni, forstjóra Nýherja.

Festi hf., sem sérhæfir sig í rekstri verslunarfyrirtækja, hefur valið að hýsa miðlæg upplýsingatæknikerfi sín hjá Nýherja. Tölvukerfi Festar verður hýst í kerfisrými Nýherja, en Nýherji veitir Festi einnig aðgang að ýmsum miðlægum öryggislausnum.

„Nýting upplýsingatækni er ein af forsendum aukins hagræðis í smásölu og því leggjum við mikið upp úr vali á samstarfsaðilum á því sviði, “ segir Jón Björnsson, forstjóri Festar.

Festi hf. rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns, Kjarvals, ELKO, Intersport, vöruhótelsins Bakka auk fasteignareksturs sem tilheyrir rekstri verslana Festar.

Stikkorð: Nýherji Festi