*

þriðjudagur, 22. júní 2021
Innlent 28. maí 2020 12:05

Staðfesta kaup á Íslenskri orkumiðlun

Festi tilkynnti í dag um hlutafjáraukningu vegna kaupa félagsins á Íslensku orkumiðlun.

Ritstjórn
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar.

Stjórn Festi hefur samþykkti dag hækkun hlutafjár félagsins um 3,1 milljónir samkvæmt tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í dag. Hlutafjárhækkunin er hluti af kaupsamningi félagsins á íslensku orkumiðluninni (ÍOM) en fyrrverandi eigendur hennar skipta á milli sér nýju hlutunum. 

Sjávarsýn og Betelgás eignast sitthvora 1.011.381 hlutina eða um 0,3% hlut hvort um sig í Festi við kaupin. Miðað við núverandi gengi á Festi er virði hlutafé hvors félags um 131,5 milljónir króna.

Ísfélag Vestmannaeyja og Kaupfélag Skagfirðinga eignast svo sitthvora 551.662 hluti í Festi eða um 0,166% í félaginu. Virði hlutanna nemur um 71,7 milljónir króna. 

Festi samþykkti kaup á 85% hlut í ÍOM þann 1. mars síðastliðinn en Festi átti fyrir 15% í fyrirtækinu. ÍOM var metið á 850 milljónir króna og því var virði samningsins um 722,5 milljónir. 

Í tilkynningunni í mars kom fram að greitt verður með hlutum í Festi annars vegar og hins vegar með reiðufé við afhendingu. Gengi Festar í dag er um 130 krónur á hlut og því má ætla að virði nýja hlutafjárins sé um 406 milljónir króna. 

Kaupsamningurinn í mars var gerður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Samkeppnisyfirlitið samþykkti samrunann þann 13. maí síðastliðinn.