Festing ehf. hefur keypt alla hluti Sunds ehf. og J&K eignarhaldsfélags ehf. sem var rúmlega 19% hlutafjár í Festingu ehf. og leyst til sín hluti Angusar ehf. í Festingu ehf. Ágreiningur var meðal hluthafa Festingar ehf. um lögmæti þess er Angusi ehf., félags í eigu fyrrum framkvæmdastjóra Festingar ehf., voru seldir nýir hlutir í félaginu.

Núverandi og fyrrverandi hluthafar Festingar ehf. hafa jafnframt orðið sammála um að fella niður öll málaferli er leitt hafa af ágreiningi um lögmæti áðurnefndrar hlutfjáraukningar. Samtímis því lætur Jóhann Halldórsson framkvæmdastjóri Festingar ehf. af störfum hjá félaginu.

Um leið hefur verið Gengið hefur verið frá kaupum á öllum eignarhlutum Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka hf. í Keri hf og Eglu hf. Um er að ræða liðlega 34% hlut í Keri hf. og rúmlega 4% hlut í Eglu hf.

Helstu eignir Kers hf. eru Olíufélagið ehf. og stórir hlutir í Festingu ehf., Samskipum hf., SÍF hf., Iceland Seafood International ehf. og Eglu hf. sem er eignarhaldsfélag um 10,88% hlut í Kaupþing banka hf.

Fyrirtækjasvið Straums-Burðarás. Fjárfestingabanka hf hafði milligöngu um viðskiptin.