Á fundi Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um áskoranir í ríkisrekstri tók meðal annarra Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins til máls. Fundinum, sem var haldinn á Grand Hotel, var ætlað að koma á umræðu á milli forstöðumanna ríkisstofnana og alþingismanna. Í erindi sínu kallaði Vigdís m.a. eftir því að við ættum að líta á árangur nágrannalanda okkar á sviði ríkisrekstrar sem fyrirmynd á því sviði. Langtímaáætlun fjárlaganefndar, að sögn Vigdísar, sé að forgangsraða sem best í ríkisrekstri.

VB sjónvarp ræddi við Vigdísi.