Knattspyrnudeild FH hefur höfðað innheimtumál á hendur Knattspyrnusambandi Íslands vegna þess að deildin telur að KSÍ hafi gefið út of marga boðsmiða á heimaleiki FH í fyrra. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 26. ágúst næstkomandi.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH að ekki sé um stórmál, fjárhagslega, að ræða, heldur sé þetta prinsippmál. Upphæðin sem FH gerir kröfu um að KSÍ greiði nemur 700 þúsund krónum.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ segir að kröfur FH gangi í berhögg við reglur sambandsins og henni hafi alfarið verið hafnað.