FÍ Fasteignarfélag slhf. hagnaðist um 204,6 milljónir króna á árinu 2015. Rekstrarhagnaður félagsins jókst úr 194,9 milljónum króna árið 2014 í 507,7 milljónir króna á árinu 2015. Engir starfsmenn störfuðu hjá félaginu og var daglegur rekstur í höndum FÍ Fasteignafélags GP ehf.

Heildareignir félagsins námu 8,6 milljónum króna í lok árs 2015. Eigið fé félagsins nam 1,6 milljón króna í árslok 2015 og eiginfjárhlutfall var 18,2%.

Hlutafé félagsins var aukið um 3,5 milljónir króna á árinu og nam 17,6 milljónum kr. þann 31. desember 2015. Félagið átti engin eigin bréf.

Félagið hóf fjárfestingar í maí 2013. Á árinu 2013 lauk félagið kaupum á tveimur eignum og undirritaði kaupsamning vegna þriggja eigna í desember 2013. Á árinu 2014 var lokið kaupum á þremur eignum til viðbótar og hefur eignasafnið fjórfaldast frá árslokum 2013. Á árinu 2015 var gengið frá kaupum á Hverfisgötu 103 - Hótel Skuggi. Einnig var gengið frá kaupum á tveimur fasteignum í lok ársins 2015.

Eignasafn félagsins í árslok 2015 töldu 11 fasteignir, flest þeirra skrifstofuhúsnæði og hótel.