Bílaframleiðandinn Fiat Chrysler hefur verið sektaður um 105 milljónir dala af bandarískum stjórnvöldum fyrir að hafa láðst að innkalla fjölda gallaðra bifreiða. Fjárhæðin jafngildir rúmum 14 milljörðum íslenskra króna. BBC News greinir frá málinu.

Samkvæmt samkomulaginu mun bílaframleiðandinn jafnframt bjóðast til að kaupa aftur 1,5 milljónir bíla, en einnig munu innkallanir fyrirtækisins verða undir reglulegu eftirliti stjórnvalda næstu þrjú árinu.

Sektin er sú hæsta sem nokkur bílaframleiðandi hefur þurft að inna af hendi í heiminum. Fyrra metið átti japanski bílaframleiðandinn Honda sem þurfti að greiða 70 milljóna dala sekt í janúar síðastliðnum.