*

miðvikudagur, 20. október 2021
Erlent 3. janúar 2017 18:25

Fiat Chrysler semur við Google

Fiat Chrysler hefur nú samið við Google og muni að öllum líkindum kynna einhverskonar Android bíla í náinni framtíð.

Ritstjórn
Google snjallbíll
Creative Commons (CC BY-SA 3.0)

Líklegt er að bílaframleiðendur og tæknifyrirtæki muni standa í stríði næstu árin. Stríði um markaðshlutdeild sjálfkeyrandi bíla.

Í dag tilkynnti Fiat Chrysler samstarf við Google og er því líklegt að framleiðandinn muni fara að selja einhverskonar Android bíla á næstu árum.

Gengi bréfa í Fiat hefur hækkað um nær 5% frá því í morgun og gengi bréfa í Google um nær 2%. Líklegt er að aðrir framleiðendur muni sækjast í samskonar samstörf.

Tæknifyrirtækin hafa einnig verið að slá um sig með fjárfestingum í sjálfkeyrandi tækni. Google og Tesla hafa þó ákveðið forskot. Apple hefur verið að taka fyrstu skrefin og BlackBerry er byrjað að starfa með kanadískum yfirvöldum og ætla sér að hanna stýrikerfi fyrir bílaframleiðendur.

Stikkorð: Google Bílar Fiat