Ítalski bílaframleiðandinn Fiat hefur tryggt sér 51% hlutabréfa í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler.

Bandaríska fjármálaráðuneytið sendi tilkynningu í nótt þar tilkynnt var um sölu á sex prósenta hlut ríkisins í Chrysler fyrir 560 milljónir dala.

Bandarísk stjórnvöld eignuðust hlutabréf í Chrysler þegar þau ásamt kanadískum stjórnvöldum tóku þátt í björgunaráætlun til að koma í veg fyrir gjaldþrot bílaframleiðandans.

Bandarísk stjórnvöld lögðu tólf og hálfan milljarð dala í björgunaráætlunina en hafa aðeins fengið ellefu milljarða dala endurgreidda.

Í tilkynningunni frá fjármálaráðuneytinu segir að ólíklegt sé að ríkissjóður Bandaríkjanna fái mismunin að fullu greiddan.

Viðskiptablaðið sagði frá því í byrjun mars að verðmæti hvers hlutar í júní 2009 hafi verið 1,66 dalir en 7,95 dalir í árslok 2010 og hafi því næstum fimmfaldast á 18 mánuðum.