Fiat mun greiða 1,3 milljarða dala fyrir 16% hlut í Chrysler á þessum ársfjórðungi.  Hlutur Fiat verður því 46% eftir kaupin en félagið tilkynnti í gær það hyggist eignast 51% hlut í bandaríska bilaframleiðandanum.

Kaupin fara fram þegar 7 milljarða dala skuld við bandaríska og kanadíska ríkið verður greidd.

Sergio Marchionne lýsti í gær yfir að hamingja fælist í því ef Fiat tækist að eignast 51% hlut.

Fiat er sjötti stærsti bílaframleiðandi Evrópu, með 7,1% markaðshlutdeild.